Forréttur með laxÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7513 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Forréttur með lax. 1 lítið Lollo Rosso salat 250 grömm ferskt spínat 1 búnt radísur 1 epli 1 pakki karsi 150 grömm reyktur lax Safinn frá einu lime 1 matskeið olífuolía 1 teskeið hunang Gott brauð Aðferð fyrir Forréttur með lax: Rífið salatið niður og leggjið í stóra skál. Skolið spínatið og rífið það í minni bita. Skerið radísurnar í skífur og eplið í teninga. Klippið karsan. Skerið laxinn í þunnar ræmur. Blandið öllum hráefnunum vel saman í skálinni. Blandið dressingu af lime, olífuolíu og hunangi og hellið yfir. þessari uppskrift að Forréttur með lax er bætt við af Sylvíu Rós þann 24.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|