Fljótlegur forrétturÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 11364 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fljótlegur forréttur. ½ desilíter olífuolía 1/3 desilíter brauðmylsna 1 bréf lauksúpa 170 grömm ósoðnar eggjanúðlur 1 rifinn parmesanostur 4 hvítlauksgeirar Pipar 8 desilítrar vatn 1/3 desilítrar steinselja Aðferð fyrir Fljótlegur forréttur: Hitið olíuna í meðalstórum potti. Skellið brauðmylsnunni og hvítlauk í olíuna og hrærið vel, þar til þetta er gullinbrúnt. Kryddið með pipar og leggjið til hliðar. Eldið lauksúpuna eftir leiðbeiningum á pakkanum. Bætið núðlum útí, látið þetta malla í cirka 7 mínútur eða þar til núðlurnar eru tilbúnar. Takið pottinn af hellunni og hellið brauðmylsnublöndunni útí og kryddið með steinselju. Blandið þessu vel saman og stráið parmesanosti yfir. Berið fram sem forrét fyrir fjóra eða aðalrétt fyrir 2. þessari uppskrift að Fljótlegur forréttur er bætt við af Sylvíu Rós þann 24.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|