| Fiskur með beikonsósu Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 7855     Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fiskur með beikonsósu. 600 grömm ýsa eða karfi Hveiti Salt Pipar Olía til steikingar 2 bananar Sósa: 6 beikonsneiðar 1 laukur 250 grömm sveppir 1-2 teskeiðar karrý ½ desilítri vatn 1 desilítri rjómi Salt Pipar  Aðferð fyrir Fiskur með beikonsósu: Roðflettið fiskinn og skerið í hæfilega bita. Kryddið hveitið með salti og piar. Veltið fiskinum upp úr því. Steikið fiskinn í olíu á pönnu og haldið honum síðan heitum. Skerið beikonið í litla bita og laukinn smátt. Sneiðið sveppina. Steikið beikonið á þurri pönnu, bætið lauknum út í og síðan sveppunum. Stráið karrý yfir. Hellið vatni og rjóma á pönnuna og smakkið til með salt og pipar. Skerið bananana í bita og berið fram með fiskinum og sósunni, ásamt kartöflum, hrísgrjónum eða hvítlauksbrauði. þessari uppskrift að Fiskur með beikonsósu er bætt við af Sylvíu Rós þann 05.05.08.  Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun | Uppskriftir vikunnar  
						Fáðu vikulegt fréttabréf:					 
				Nú eru 39 áskrifendur.
 | 





 
			
		
