Fiskur í karrí


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 9010

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fiskur í karrí.

600 grömm fiskflak, roð og beinhreinsað
2 desilítrar hrísgrjón
2 desilítrar súrumjólk
4 matskeiðar léttmæjones
2 teskeiðar karrí
Salt
100 grömm ferskir eða niðursoðnir sveppir
3 matskeiðar ostur rifinn

Aðferð fyrir Fiskur í karrí:

Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbeiningum á umbúðum. Hrærið saman súrumjólk, mæjonesi, karríi og salti. Setjið soðin hrísgrjónin í smurt, ofnfast fat. Skerið fiskinní bita, raðið honum yfir hrísgrjónin og stráið salti yfir. Sneiðið sveppina og dreifið þeim yfir fiskinn. Hellið karrísósunni yfir réttinn. Bakið í miðjum ofni við 200 gráður, í 30-40 mínútur. Stráið osti yfir réttinn og bakið áfram þar til osturinn hefur fengið fallegan lit.

þessari uppskrift að Fiskur í karrí er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Fiskur í karrí
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Fiskur í karrí