Fiskisúpa


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 4209

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fiskisúpa.

1 kíló lúða eða ýsa
1/2 líter mysa
1 líter vatn
4 stórar gulrætur
1-2 teskeiðar gróft salt
100 gröm sellerí
100 gröm blaðlaukur (púrra)
1 laukur meðalstór
100 gröm smjör
1-2 teskeiðar dill
5 matskeiðar hveiti
1/4 teskeiðar season all
2-3 teskeiðar fiskikraftur
3 desilíter rjómi
300 gröm rækjur


Aðferð fyrir Fiskisúpa:

Sjóðið fiskinn í blöndu af mysu, vatni og salti. Ofsjóðið ekki. Sjóðið gulræturnar í sneiðum. Sneiðið sellerí, blaðlauk og lauk þunnt og látið krauma í smjöri í u.þ.b 5 mínútur. Bætið dilli út í. Sáldrið hveiti yfir, hrærið vel og bakið upp með 1 1/2 líter af fiskisoði. Bragðið með fiskikrafti og season all. Hellið rjóma út í og hitið að suðu. Setjið rækjur, beinlausan fisk og gulrætur út í. Hitið þannig að fiskurinn verði vel heitur en sjóði ekki. Berið fram með nýbökuðu plötubrauði og smjöri. Fiskisúpan er mjög góð sem sjálfstæður réttur.

þessari uppskrift að Fiskisúpa er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 23.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Fiskisúpa
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Fiskisúpa