Fiskisúpa veiðimannsins


Árstíð: Áramót - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5524

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fiskisúpa veiðimannsins.

2 gulrætur
1 laukur
Blómkál eftir smekk
1/4 hvítkál
1/2 lítri vatn
1/2 lítri mysa
2-3 fiskiteningar
1 gráðaostur
1/2 lítri rjómi
300 grömm rækjur
300 grömm kræklingur
Silungur eða lax

Aðferð fyrir Fiskisúpa veiðimannsins:

Grænmetið er skorið smátt og soðið með fiskiteningunum, vatni og mysu. Osturinn settur út í og síðan rjóminn. Soðið vel og lengi. Silungur eða lax flakaður og roðhreinsaður og skorinn í fingurssvera strimla. Sett út í súpuna ásamt rækjum og kræklingi. Soðið við vægan hita í 7 mínútur. Súpuna má þykkja með því að hræra tvær eggjarauður saman við mjólk og hella varlega út í og hita að suðumarki (ekki sjóða).

þessari uppskrift að Fiskisúpa veiðimannsins er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 30.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Fiskisúpa veiðimannsins
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Súpuuppskriftir  >  Fiskisúpa veiðimannsins