Fiskilasagna


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 5158

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fiskilasagna.

½ teskeið rifin múskathneta
2 matskeiðar hveiti
4 desilítrar léttmjólk
10 grömm smjör
75 grömm rifinn mozzarella
200 grömm lasagnaplötur
450 grömm heilt frosið spínat
600 grömm þorskur
Salt og pipar


Aðferð fyrir Fiskilasagna:

Setjið spínatið í pott og leyfið því að þiðna við vægan hita. Skerið fiskinn í ræmur. Brærið smjörið í potti og bætið hveitinu útí, hrærið í á meðan.Bætið smá mjólk í öðru hvoru, smakkið til með salt, pipar og múskathnetu. Hellið sósu í botninn á eldföstu móti og setjið svo plötur, fisk og spínat ofaná í lag. Stráið rifnum osti yfir og hitið í miðjum ofni við 200 gráður í cirka 25 mínútur.

þessari uppskrift að Fiskilasagna er bætt við af Sylvíu Rós þann 24.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Fiskilasagna
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Fiskilasagna