Enskt buff![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Já - Slög: 4312 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Enskt buff. 4 buff, cirka 180 grömm hver (2-2,5 cm þykk) Salt 5 meðalstórir laukar 3 matskeiðar smjör 1 tímiankvistur Pipar 1 teskeið vínedikk Salt ¼ teskeið sykur 3 desilítrar soð eða kjötkraftur 1 desilítri rjómi Meðlæti: Kartöflur Ensk sósa ![]() Aðferð fyrir Enskt buff: Taktu kjötið úr ísskápnum cirka 45 mínútum áður en þú byrjar að elda. Hreinsaðu fitu og himnur af. Settu kjötið í eldfast mót og stráðu salti á báðar hliðar. Hreinsaðu laukana og skerðu þá í sneiðar. Settu um það bil 1 ½ matskeið af smjöri á pönnuna og steiktu laukinn, ásamt tímiani og pipar. Laukurinn á að vera gullinn og mjúkur. Helltu vínedikki á pönnuna og bættu smá salti og pipar við. Þerraðu kjötið og þrýstu aðeins á það með hendinni. Kryddaðu það með pipar. Taktu laukinn af pönnunni og settu hann á heitt fat. Settu meira smjör á pönnuna, láttu það bráðna og snöggsteiktu kjötið á báðum hliðum. Lækkaðu hitan og steiktu kjötið í um það bil 2-2 1/2 mínútur á hvorri hlið (þá er það rautt) annars í 1 mínútu í viðbót á hvorri hlið ef það á að vera medium og í 4 ½ mínútu á hvorri hlið ef það á að vera steikt í gegn. Settu kjötið á fatið með lauknum. Helltu kjötkrafti og rjóma á pönnuna, láttu þetta sjóða aðeins og smakkaðu sósuna svo til með salti og pipar. Settu laukinn ofan á kjötið og helltu sósunni yfir. Berðu herlegheitin fram með enskri sósu (worchesterchiresauce) og soðnum kartöflum. þessari uppskrift að Enskt buff er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.10.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|