Enskt buff


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Já - Slög: 4199

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Enskt buff.

4 buff, cirka 180 grömm hver (2-2,5 cm þykk)
Salt
5 meðalstórir laukar
3 matskeiðar smjör
1 tímiankvistur
Pipar
1 teskeið vínedikk
Salt
¼ teskeið sykur
3 desilítrar soð eða kjötkraftur
1 desilítri rjómi

Meðlæti:
Kartöflur
Ensk sósa



Aðferð fyrir Enskt buff:

Taktu kjötið úr ísskápnum cirka 45 mínútum áður en þú byrjar að elda. Hreinsaðu fitu og himnur af. Settu kjötið í eldfast mót og stráðu salti á báðar hliðar.
Hreinsaðu laukana og skerðu þá í sneiðar. Settu um það bil 1 ½ matskeið af smjöri á pönnuna og steiktu laukinn, ásamt tímiani og pipar. Laukurinn á að vera gullinn og mjúkur. Helltu vínedikki á pönnuna og bættu smá salti og pipar við.
Þerraðu kjötið og þrýstu aðeins á það með hendinni. Kryddaðu það með pipar.
Taktu laukinn af pönnunni og settu hann á heitt fat. Settu meira smjör á pönnuna, láttu það bráðna og snöggsteiktu kjötið á báðum hliðum. Lækkaðu hitan og steiktu kjötið í um það bil 2-2 1/2 mínútur á hvorri hlið (þá er það rautt) annars í 1 mínútu í viðbót á hvorri hlið ef það á að vera medium og í 4 ½ mínútu á hvorri hlið ef það á að vera steikt í gegn.
Settu kjötið á fatið með lauknum.
Helltu kjötkrafti og rjóma á pönnuna, láttu þetta sjóða aðeins og smakkaðu sósuna svo til með salti og pipar.
Settu laukinn ofan á kjötið og helltu sósunni yfir. Berðu herlegheitin fram með enskri sósu (worchesterchiresauce) og soðnum kartöflum.

þessari uppskrift að Enskt buff er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.10.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Enskt buff
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Nautakjöt  >  Enskt buff