Einföld sveppasúpaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Já - Slög: 11015 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Einföld sveppasúpa. 2 laukar 250 grömm sveppir 25 grömm þurrkaðir sveppir (má sleppa) 800 ml grænmetissoð (vatn + um það bil 3 teningar). Ef ekki eru notaðið þurkaðir sveppir notið þá 1 lítra af vatni. 1/2 desilítri rjómi (notið magran rjóma) 1 desilítri undanrenna eða léttmjólk 2 matskeiðar spelt 1/4 teskeiðar múskat 1 matskeið kókosfeiti eða ólífuolía Heilsusalt (Herbamare) og pipar Aðferð fyrir Einföld sveppasúpa: Steikið sveppina og laukinn, í potti, í smá kókosfeiti eða ólífuolíu á lágum hita í 10-15 mínútur. Stráið speltinu yfir og hrærið vel í. Setjið þurrkuðu sveppina, ef þeir eru notaðir, í skál með 2 desilítrum af sjóðandi vatni í 20 mínútur. Bætið soðinu í pottinnn, og sjóðið súpuna á lágum hita í 20 mínútur. Hellið vatninu og þurrkuðu svepunum út í súpuna. Bætið að lokum rjóma, mjólk og múskati út í. Bragðið súpuna til með salti og pipar. Það er æðislega gott að nota um 25 grömm af þurkuðum sveppum (til dæmis blöndu af Shitake og Porcini sveppum), Nota þarf nóg af heitu vatni til að þekja sveppina. Látið liggja í bleyti í 30 mínútur (ekki hella vatninu af og notið það svo í súpuna) Ef afgangur verður af súpunni er gott að bæta út í hana soðnum hrísgrjónum og frosnum grænum baunum. Líka má bæta í hana blómkáli, spergilkáli, gulrótum og fleiru, bara því sem til er í ísskápnum. þessari uppskrift að Einföld sveppasúpa er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 04.11.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|