Eggs Benedic


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6623

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Eggs Benedic.

4 English muffins (eða 8 brauðsneiðar)
2 matskeiðar smjör
8 þunnar sneiðar af hamborgarahrygg
1 teskeið edikk
8 egg
Salt, pipar og cayennepipar
Hollandaisesósa

Aðferð fyrir Eggs Benedic:

Skerið 4 english muffins í tvennt, ristið og smyrjið. Setjið á fjóra diska og haldið þeim heitum. Léttsteikið kjötið á pönnu. Setjið vatn í pott og blandið edikki útí, látið sjóða. Setjið eggin í vatnið, eitt í einu og látið sjóða í 3 mínútur. Setjið eina hamborgarahryggssneið á hvern english muffin helming. Setjið eggin líka á þegar þau eru tilbúin. Hellið hollandaisesósunni yfir og kryddið með salti, pipar og cayennepipar. Berið fram eins heitt og mögulegt er. Ráð: Ef maður er óvanur í eldhúsinu er líka gott að kaupa bara tilbúina sósu og bæta eggjarauðu útí, það geftur meira bragð. Það er einnig gott að bæta 1-2 matskeiðum af hvítvínu í. Það er hægt að nota 8 brauðsneiðar í staðinn fyrir english muffins.



þessari uppskrift að Eggs Benedic er bætt við af Sylvíu Rós þann 15.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Eggs Benedic
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Brunch uppskriftir  >  Eggs Benedic