Eftirlæti sjómannsins


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5453

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Eftirlæti sjómannsins.

500 grömm hreinsaður skötuselur eða ýsa
1 meðalstór laukur
2 græn epli
2 ½ desilítri kaffirjómi
100 grömm græn vínber
1 teskeið karrý
Salt
Pipar
Olía eða smjörlíki til steikingar
Hvítur sósujafnari


Aðferð fyrir Eftirlæti sjómannsins:

Saxið laukinn og léttsteikið hann í olíu eða smjörlíki. Takið hann svo af pönnunni. Hreinsið fiskinn, skerið hann í hæfilega bita og steikið í olíu eða smjörlíki. Stráið karrý yfir. Afhýðið eplin og kjarnhreinsið. Skerið þau í litla bita og bætið þeim á pönnuna. Hellið kaffirjómanum yfir. Bætið steikta lauknum á pönnuna og kryddið með salti og pipar. Þykkið herlegheitin með sósujafnara.
Kljúfið vínberin, steinhreinsið og setjið þau einnig á pönnuna. Látið réttinn ekki sjóða mikið eftir að vínberjunum hefur verið bætt saman við. Berið fram með hrísgrjónum og grænmetissalati.


þessari uppskrift að Eftirlæti sjómannsins er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.10.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Eftirlæti sjómannsins
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Eftirlæti sjómannsins