Drauma-rúllutertaÁrstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7254 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Drauma-rúlluterta. 3 egg 125 grömm sykur 1 1/2 teskeið lyftiduft 2 matskeiðar kakó 50 grömm kartöflumjöl Smjörkrem: 125 grömm smjör 125 grömm flórsykur 1 eggjarauða Vanilludropar Aðferð fyrir Drauma-rúlluterta: Búið til smjörpappírsskúfu á bökunarplötu. Smyrjið hana með smjöri. Þeytið egg og sykur þar til hræran verður létt og ljós. Blandið saman þurrefnum og bætið þeim varlega í eggjahræruna. Hellið deginu í pappírsskúffuna og bakið við 180-200 gráður, í 10-15 mínútur í miðjum ofni. Hvolfið kökunni á sykurstráðan smjörpappír, leggið rakan klút yfir og kælið. Smyrjið kreminu á kökuna. Rúllið kökunni upp og hafið pappírinn utan um. Gætið þess að samskeytin snúi niður. Krem: Hrærið smjör og sykur þar til hræran verður létt og ljós og bætið svo eggjarauðunni í. Smakkið til með vanilludropum. þessari uppskrift að Drauma-rúlluterta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 12.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|