Djúpsteiktar rækjur![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6109 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Djúpsteiktar rækjur. 150 gröm stórar rækjur Olía til steikingar Deig: 1 egg 1 1/2 matskeið hveiti 2 matskeiðar kókosmjöl 1 1/2 matskeið vatn ![]() Aðferð fyrir Djúpsteiktar rækjur: Setjið rækjurnar á 8 spjót. Þeytið eggið og blandið hveiti, kókosmjöli og vatni saman við. Dýfið spjótunum í deigið. Hitið olíuna í litlum potti, það á að vera cirka 5-6 cm olía í pottinum. Athugið hvort olían sé nógu heit við að setja smá franskbrauð útí ef það verður gullinbrúnt á 1-2 mínútum er hún nógu heit. Setjið spjótin hálf ofaní olíuna. Steikið í 2-3 mínútur. Einnig er hægt að nota djúpsteikingarpott, en notið þá ekki spjótin. þessari uppskrift að Djúpsteiktar rækjur er bætt við af Sylvíu Rós þann 17.08.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|