Danskt rúgbrauðÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 6205 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Danskt rúgbrauð. 50 gröm ger 1/4 líter súrumjólk 2 decilítrar jógúrt 1 matskeið salt 1 matskeið hungang 2-3 dropar sósulitur 325 gröm gróft rúgmjöl Cirka 225 gröm hveiti (eða heilhveiti) 1 matskeið smjörlíki Aðferð fyrir Danskt rúgbrauð: Leysið gerinn upp í volgri súrumjólk og bætið jógúrtinu í. Bætið salti, fljótandi hungangi, sósulit og rúmjöli í og hrærið vel saman. Sigtið hveiti í smá í einu og hnoðið degið vel. Látið lyfta sér í cirka 1 klukkutíma. Mótið degið í aflangt brauð og setjið í smurt form. Penslið með köldu vatni og látið lyfta sér aftur í 30 mínútur. Penslið það aftur og stingið djúpt með gaffli á nokkrum stöðum. Bakið í miðjum ofni í 20 mínútur við 200 gráður. Færið formin svo neðar í ofninn og bakið í 25 mínútur í viðbót. Pakkið brauðinu inn í viskustykkiog látið liggja í eina nótt. þessari uppskrift að Danskt rúgbrauð er bætt við af Sylvíu Rós þann 12.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|