Creme brulee


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 7319

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Creme brulee.

3 egg
1 teskeið vanillusykur
6 desilítrar rjómi
2 desilítrar sykur
1,5 desilíter mjólk
3 eggjarauður


Aðferð fyrir Creme brulee:

Hellið mjólk, rjóma og helmingnum af sykrinum í pott og látið koma upp suðu. Þeytið eggin og eggjarauðurnar í skál og hellið í pottinn, þeytið svo allt saman í pottinum. Hrærið í blöndunni á meðan hún hitnar. Takið pottinn af hellunni og bætið vanillusykrinu í. Hellið blöndunni í eldfast mót, hellið vatni í ofnskúffuna og bakið í ofninum við 175 gráður í 45-60 mínútur. Hellið afganginum af sykrinum yfir og setjið efst í ofninn, hitið við 275 gráður þangað til sykurinn er bráðnaður ( orðinn örlítið brúnn). Látið kólna og berið fram.

þessari uppskrift að Creme brulee er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Creme brulee
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Franskar uppskriftir  >  Creme brulee