Brauðréttur í örbylgjuofni


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2659

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Brauðréttur í örbylgjuofni.

1/3 gróft brauð
1 peli rjómi
1 egg
1/2 dós grænn aspas
Cirka 15 sneiðar skinka
Ferskir sveppir
Ostur
Sesam
Salt
Krydd


Aðferð fyrir Brauðréttur í örbylgjuofni:

Brauðið rifið niður eða skorið í teninga. Rjómi, egg, cirka helmingurinn af aspasoðinu og svolítið krydd hrist saman. Skinkan skorin í teninga, sveppir í sneiðar (með eggjaskera) og mýktir á pönnu. Rest af soði síað frá aspasnum. Helmingurinn af brauðinu er sett í eldfast fat , þá sveppir og skinka og aspas. Rjómahristing hellt yfir. Afgangurinn af brauðinu, skinku og sveppum sett ofan á og rest af hristingnum. Ostasneiðum raðað ofan á. Fatinu lokað. Hitað á mesta styrk í 10 mínútur. Tíminn getur farið eftir ofntegundum.

þessari uppskrift að Brauðréttur í örbylgjuofni er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 21.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Brauðréttur í örbylgjuofni
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Brauðuppskriftir  >  Brauðréttur í örbylgjuofni