Bógur með papayasósu


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3412

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Bógur með papayasósu.

1 kíló bógur
Salt og pipar
50 grömm smjör, mjúkt
1 teskeið allrahanda
2 matskeiðar hunang
1 papayaávöxtur
225 grömm niðursoðnar aprikósur
Fersk steinselja
Rjómi eða rjómaostur

Aðferð fyrir Bógur með papayasósu:

Hitið ofninn í 200 gráður. Saltið og piprið kjötið og smyrjið smjörinu yfir. Látið kjötið í ofnskúffu eða eldfast mót. Steikið í 1/2 klukkustund. Blandið allrahanda saman við hunangið og penslið yfir kjötið öðru hverju á meðan steikingin stendur yfir. Kúlið papayaávöxtinn með kúluskeið. Setjið ávextina í ofnskúffuna með kjötinu síðustu 15 mínúturnar. Látið kjötið á disk, raðið ávöxtunum í kring. Notið aprikósusafann, hluta hans eða allan, til þess að skola ofnskúffuna. Sjóðið kryddið og sigtið vökvan. Bætið rjóma eða rjómaosti út í. Berið fram með kjötinu ásamt kartöflum og baunum. Skreytið með steinselju.


þessari uppskrift að Bógur með papayasósu er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Bógur með papayasósu
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Lambakjötsuppskriftir  >  Bógur með papayasósu