Blóðmör


Árstíð: Haust - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2026

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Blóðmör.

2 lítrar blóð
2 lítrar vatn
2 matskeiðar fínt salt
2 bollar haframjöl
Mör
Rúgmjöl eins og þarf

Aðferð fyrir Blóðmör:

Setjið blóð, vatn, salt og haframjöl í skál, bætið við rúgmjöli eftir þörfum. Þegar sleifin er farin að geta staðið bein í hrærunni er hún orðin passlega þykk. Mörinn er brytjaður smátt og jafnaður saman við slátrið um leið og fært er upp í keppina. Magn eftir smekk.
Best er að nota ekta vambir utan um slátrið, þær fást saumaðar, en alltaf er hagkvæmast að gera þetta allt sjálfur. Fjórir til fimm keppir eiga að fást úr vömbinni, svo er kepphúfan að auki.


þessari uppskrift að Blóðmör er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.10.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 38 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Blóðmör
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >    >  Blóðmör