Bleikju uppskrift


Árstíð: Sumar - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4728

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í þessa uppskrift að bleikju:

Rúmlega ½ desilítri af appelsínusafa
2 matskeiðar olía
2 matskeiðar ljós sojasósa
Örlítið af pipar
1 matskeið sítrónusafi
1 hvítlaukslauf, marið
1 kíló bleikjuflök (cirka 4-5 flök)

Aðferð:

Blandið saman appelsínusafanum, olíunni, sojasósunni, piparnum, sítrónusafanum og hvítlauknum í skál. Penslið álbakka með olíu og leggjið flökin í bakkan með kjöthliðina niður. Grillið bleikjuna í 3-5 mínútur, snúið henni við og penslið með sósunni af og til næstu 5 mínúturnar, eða þar til hún er grilluð í gegn. Berið fram með salati, hrísrjónum og kartöflubátum.


Bleikju uppskrift er bætt við af Sylvíu Rós þann 02.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Bleikju uppskrift
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Bleikju uppskrift