Bleikja með myrju


Árstíð: Sumar - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 4122

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Bleikja með myrju.

Bleikjuflök
Salt og pipar

Njóli
Hvannarstilkar
Rabbabari
1 dós sýrður rjómi
1 dós köl tilbúin hvítlaukssósa

Meðlæti:
Íslenskt bankabygg
Vatn
Tómatar
Gúrka
Paprika
Blaðlaukur


Aðferð fyrir Bleikja með myrju:

Flakið sjálf eða kaupið flök. Bræðið smjör á pönnu og kryddið með salti og pipar. Steikið fyrst roð megin og snúið svo flökunum við.

Njóla- hvannar og rabarbaramyrja.
Skolið njólablöð og skerið í strimla. Fínsaxið hvannarstilka. Sjóðið saman í saltvatni í 10 mínútur. Bætið þá út í smátt skornum rabarbaranum og sjóðið í 2 mínútur í viðbót. Hellið soðvatninu að mestu leiti af og hrærið saman í stöppu. Blandið saman 1 dós af sýrðum rjóma og hálfri dós af tilbúinni, kaldri hvítlaukssósu. Hrærið saman við grænmetið svo verði úr mjúk myrja.Berið fram í íslensku bankabyggi sem soðið er í saltvatni í 40 mínútur, 1 bolli á móti 2 ½ bolla af vatni. Setjið saman við skorna tómata, gúrku, papriku, blaðlauk eða annað grænmeti eftir smekk.


þessari uppskrift að Bleikja með myrju er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Bleikja með myrju
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Bleikja með myrju