Blandaðir sveppir


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3543

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Blandaðir sveppir.

700 grömm blandaðir sveppir
3 hvítlauksgeirar
1 teskeið græn piparkorn
4 matskeiðar ólífuolía
3 matskeiðar sítrónusafi
½-1 teskeið hunang
2 matskeiðar smjör
250 grömm klettasalat eða blandað salat
1 teskeið sítrónubörkur
Svartur pipar



Aðferð fyrir Blandaðir sveppir:

Snyrtið og hreinsið sveppina og skerið þá frekar gróft niður. Blandið saman hvítlauk, muldum piparkornum, ólífuolíu, sítrónusafa og hunangi. Setjið sveppina í skál, hellið blöndunni yfir og látið þá liggja í leginum í um það bil hálftíma. Hitið smjör á pönnu og steikið sveppina í 3-4 mínútur. Raðið salati á fat og hellið sveppinum yfir ásamt vökvanum. Skreytið með sítrónuberki og kryddið með pipar.

þessari uppskrift að Blandaðir sveppir er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Blandaðir sveppir
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Meðlæti  >  Blandaðir sveppir