Bjórsoðin spareribs


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 4363

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Bjórsoðin spareribs.

8 spareribs

Lögur:
2 flöskur dökkur bjór
1 lítill laukur
4 hvítlauksgeirar
2 teskeiðar heil svört piparkorn
8 negulnaglar
4 tímínakvistar
1 teskeið salt
1 líter kjötkraftur

Sósa:
2 desilítrar tómatsósa
2 teskeiðar barbecue kryddblanda
Salt og pipar

Salat:
1 ½ desilítri hrísgrjón
150 grömm blókmál
150 grömm brokkólí
2 rauð epli
1 lítill salatlaukur
1 lítið búnt steinselja

Dressing:
2 desilítrar sýrður rjómi
1 matskeið dijonsinnep
2 matskeiðar hunang


Aðferð fyrir Bjórsoðin spareribs:

Kveikið á grillinu.
Geymið 1 desilítra af bjór fyrir sósuna og búið til löginn: Skerið laukinn í báta. Setjið kjötið í pott ástam, bjór, lauk, hvítlauk og kryddi og látið þetta malla við lágan hita í cirka 30 mínútur.

Sjóðið hrísgrjónin og skolið með köldu vatni.

Hrærið saman 1 desilítra af bjór, tómatsósu, barbecuekryddi, salti og pipar.

Deilið blómkáli og brokkólíi í vendi. Skerið eplið smátt og saxið laukinn. Blandið hrísgrjónunum saman við blómkál, brokkolí, epli, lauk og grófsaxaða steinselju.
Hrærið sýrðum rjóma, sinnepi og hunangi saman, smakkið til og hellið dressingunni yfir salatið.

Grillið kjötið í cirka 8 mínútur, snúið þeim oft, og penslið með sósunni.


þessari uppskrift að Bjórsoðin spareribs er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Bjórsoðin spareribs
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Svínakjötsuppskriftir  >  Bjórsoðin spareribs