Bananasmákökur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2644

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Bananasmákökur.

1 bolli hveiti
1 teskeið lyftiduft
½ teskeið matarsódi
½ teskeið salt
2 teskeið smjör (við stofuhita)
½ bolli sykur
½ bolli púðursykur
1 egg
¼ bolli maukaður banani
1 teskeið vanilludropar
1 1/3 bolli gróft haframjöl
½ bolli rúsínur

Aðferð fyrir Bananasmákökur:

Hitið ofninn í 190 gráður blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda og og salti. Þeytið í annarri skál smjörið og hvíta sykurinn saman. Bætið svo púðursykrinum, egginu, bananum og vanilludropunum saman við. Blandið þurrefnunum saman við og að lokum haframjölinu og rúsínunum. Notið teskeið við að setja kökurnar á bökunarplötu, á bökunarpappír og passið að hafa gott bil á milli þeirra. Bakið í 10-12 mínútur. Eða þar til kökurnar eru orðnar gylltar á litinn en enn mjög mjúkar.


þessari uppskrift að Bananasmákökur er bætt við af Sylvíu Rós þann 31.05.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Bananasmákökur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Bananasmákökur