Bananarúlluterta


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4880

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Bananarúlluterta.

3 egg
1 1/2 desilítri sykur
1 desilítri kartöflumjöl
1 teskeið lyftiduft
2 matskeiðar kakó

Þeyttur rjómi
bananar

Aðferð fyrir Bananarúlluterta:

Þeytið saman egg og sykur. Blandið þurrefnunum saman við. Bakið í miðjum ofni, í pappírsskúffu sem er 30x40 cm. við 175-200 gráður í 5-8 mínútur.
Þegar kakan er bökuð er henni hvolt á sykristráðan pappír. Rakur klútur er lagður yfir á meðan kakan kólnar. Þegar kakan er orðin köld er smurt á hana þeyttum rjóma og bönunum raðað á. Síðan er hún vafin upp eins og rúlluterta.

Þegar pappírsskúffa er búin til er gott að festa hornin með bréfaklemmu svo þau haldist á meðan á bakstri sendur.

þessari uppskrift að Bananarúlluterta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 22.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Bananarúlluterta
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Bananarúlluterta