Ávaxtakaka með kúrenum


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2081

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ávaxtakaka með kúrenum.

130 grömm smjörlíki
170 grömm púðursykur
2 egg
300 grömm hveiti
80 grömm rúsínur
80 grömm kúrenur
100 grömm þykkt appelsínumarmelaði
50 grömm döðlur, saxaðar
1 teskeið lyftiduft
1/2 teskeið salt
10 grömm saxaðar möndlur
1 teskeið vanilludropar
1/2 bolli mjólk

Aðferð fyrir Ávaxtakaka með kúrenum:

Smjör, sykur og egg hrært saman (ekki þeyta). Þurrefnunum blandað saman við ásamt rúsínum, kúrenum, döðlum og möndlum. Vætt í með vanilludropum, marmelaði og mjólk. Bakist í stóru formkökuformi við 180 gráður í 50-60 mínútur eða þar til kakan fer að losna frá börmum formsins.


þessari uppskrift að Ávaxtakaka með kúrenum er bætt við af ElinborguBaldvinsdóttur þann 26.01.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Ávaxtakaka með kúrenum
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Ávaxtakaka með kúrenum