Austurlenskur kjúklingurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 8791 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Austurlenskur kjúklingur. 2 kjúklingabringur 1 matskeið tómatpúrra 1 rauð paprika 1 kjúklingateningur 1 teskeið hvít balsamico 1 hnífsoddur tímían 1 teskeið karrý Vatn 2 matskeiðar hveiti Salt og pipar Aðferð fyrir Austurlenskur kjúklingur: Skolið paprikuna og skerið hana í þunna strimla. Skrælið laukinn og skerið hann í báta. Steikið lauk og papriku á pönnu, brúnið svo kjúklinginn aðeins með. Leggjið þetta til hliðar. Setjið tómatpúrru og karrý á pönnuna og ristið það aðeins. Bætið hveiti við og hrærið allt saman. Hellið vatni á pönnuna, magn fer eftir því hversu þykk sósan á að vera. Bætið svo balsamico, kjúklingatening, salti, pipar og tímiani á. Setjið grænmetið og kjúklinginn aftur á og látið þetta malla, þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn. Sjóðið rís og berið fram með. þessari uppskrift að Austurlenskur kjúklingur er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|