AppelsínusalatÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 3592 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Appelsínusalat. 3 appelsínur 120 grömm svartar ólífur 1 matskeið fersk steinselja 1 matskeið ferskt kóríander 2 matskeiðar ólífuolía 1 matskeið sítrónusafi ½ teskeið paprika ½ teskeið malað kumin Aðferð fyrir Appelsínusalat: Skerið börkinn utan af appelsínunum og hreinsið hvíta lagið undir berkinu af. Hlutið appelsínurnar niður í lauf. Setjið laufin í salatskál ásamt ólífum, smátt saxaðri steinselju og kóríander. Blandið saman ólífuolíu, sítrónusafa, papriku og kumindufti. Hellið sósunni yfir appelsínusalatið og veltið öllu varlega saman. Látið þetta bíða í kæli í 30 mínútur og berið svo fram. þessari uppskrift að Appelsínusalat er bætt við af Sylvíu Rós þann 02.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 34 áskrifendur.
|