Amerískar súkkulaðibitakökur![]() Árstíð: Jól - Fyrir: 70 - Fitusnautt: Nei - Slög: 9061 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Amerískar súkkulaðibitakökur. 1 bolli smjör 3/4 bolli sykur 3/4 bolli púðusykur 1 teskeið vanilludropar 2 egg 2 1/4 bollar hveiti 1 teskeið matarsódi 1/2 teskeið salt 2 bollar súkkulaðidropar ![]() Aðferð fyrir Amerískar súkkulaðibitakökur: Hitið ofninn í 190°C. Þeytið smjör, sykur og vanillu þar til það er ljóst og slétt. Hrærið eggjum útí. Blandið saman hveiti, matasóda og salti, Hrærið varlega út í smjörblönduna. Þeytið vel. Hrærið súkkulaðinu útí. Setjið degið á plötu með bökunarpappír, cirka 1 teskeið fyrir hverja köku. Ef þið eruð með blásturofn er gott að setja blástur síðustu 3 mínúturnar, til að kökurnar verði meira eins og kex. þessari uppskrift að Amerískar súkkulaðibitakökur er bætt við af Halla Heimisdóttir þann 10.01.10. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|