Sacher


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3286

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Sacher.

Botn:
150 Síríus suðusúkkulaði (konsum)
6 egg
125 grömm ósaltað smjör
2 1/2 desilítrar flórsykur
1 teskeið vanillusykur
1 1/4 desilítrar sykur
2 desilítrar hveiti

Aprikósumauk:
170 grömm aprikósumarmelaði
1/2 desilítrar vatn

Súkkulaðibráð
250 grömm Síríus suðusúkkulaði (konsum)
3 matskeiðar matarolía



Aðferð fyrir Sacher:

Botn:
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hrærið saman smjöri, flórsykri og vanillusykri þar til þetta verður ljóst. Bætið einni og einni eggjarauðu saman við og hrærið vel. Hrærið súkkulaðinu saman við. stífþeytið eggjahvíturnar með sykrinum og blandið varlega saman við ásamt hveitinu. Smyrjið og hveitistráið 25 cm form og hellið deginu í. Bakið neðst í ofni við 180 gráður í 50-60 mínútur eða þar til miðjan er orðin stíf. Látið kökuna standa í forminu í 10 mínútur en kælið hana síðan á kökugrind.

Hitið aprikósumarmelaðið og vatnið saman og smyrið á kökuna.

Súkkulaðibráð:
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið olíunni saman við. Kælið bráðina lítillega og hrærið í á meðan. Smyrjið bráðina yfir kökun á kökugrindinni. Nauðsynlegt er að bera þessa köku fram við stofuhita. Gott er að hafa þeyttan rjóma eða vanilluís með.



þessari uppskrift að Sacher er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 01.11.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 35 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Sacher
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Sacher