Læri með piparsósu


Árstíð: Áramót - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3924

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Læri með piparsósu.

Lambalæri, meðalstórt
2 hvítlauksrif
3 matskeiðar matarolía
1 matskeið rósmarin, mulið
1 matskeið timian

Sósa:
1 matskeið smjör
1/2 laukur, saxaður
1 1/2 matskeið grænn pipar, mulinn
3 matskeiðar hveiti
1 teskeið sinnep
7 desilítrar soð og vatn
1-2 teskeiðar rifsberjahlaup
1/2 dós sýrður rjómi 36%

Aðferð fyrir Læri með piparsósu:

Hreinsið kjötið og nuddið með hvítlauk. Blandið saman olíu, rósmaríni og timian og penslið kjötið með blöndunni. Geymið í kæli í 4-6 klukkustundir (eða lengur). Látið kjötið ofan á grind í ofnpotti eða skúffu og stráið 1-2 teskeiðum af salti yfir kjötið. Steikið kjötið í ofni við 160-180 gráður í 1 1/2 - 2 klukkustundir. Hellið 1/2 lítra af vatni í pottinn síðustu 30 mínúturnar af steikingartímanum. Ef skorpan er ekki nægilega stökk má setja ofninn á grill síðustu 3-5 mínúturnar.

Sósan:
Látið laukinn krauma í smjörinu. Bætið muldum pipar út í og látið krauma með í 1 mínútu. Hrærið hveitinu saman við laukblönduna og bakið upp með blöndu af soði og vatni (7 desilítrar í allt). Fleytið fitu ofan af soðinu, ef þarf. Blandið sinnepi, rifsberjahlaupi og sýrðum rjóma saman við og litið sósuna með sósulit. Sjóðið sósuna við vægan hita í 5-7 mínútur. Berið fram kartöflur og grænmeti með steikinni.

þessari uppskrift að Læri með piparsósu er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 27.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Læri með piparsósu
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Lambakjötsuppskriftir  >  Læri með piparsósu