English Muffins - BrauðÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7128 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að English Muffins - Brauð. 1 desilíter vatn 1/4 desilíter mjólk 2 teskeiðar salt 1 matskeið sykur 1 matskeið smjör eða smjörlíki 1 pakki ger (50 gröm) 1/2 desilíter vatn 450 gröm hveit Aðferð fyrir English Muffins - Brauð: Sjóddu 1 desilíter af vatni og blandaðu mjólkinni, sykrinum, salti og smjöri saman við. Láttu þetta kólna þar til þetta er orðið volgt. Leystu gerinn upp í 1/2 desilíter af volgu vatni. Hrærðu gernum og hveitinu saman við mjólkurblönduna og hrærðu vel í. Settu viskustykki yfir skálina og láttu þetta lyfta sér í cirka klukkutíma. Blandaðu afganginum af hveitinu útí og hrærðu vel. Hyldu degið aftur með viskustykki og láttu það lyfta sér í klukkutíma í viðbót. Settu hveiti á bökunarpappír og flettu degið með flötum lófa. Það á að vera cirka 11 cm og 2 cm þykkt. Skerðu það í cirka 8 cm hringi, notaðu evt. glas. Degið er dálítið klístrað. Láttu þetta lyfta sér enn einu sinni, þar til þetta nær tvöfaldri stærð. Steiktu á pönnu með smjöri, steiktu aðra hliðina í 5 mínútur og snúið bollunni við, steiktu hina hliðina í 15 mínútur, snúðu bollunni svo aftur við og bakaðu fyrstu hliðina aftur í 10 mínútur. Lækkaðu undir pönnunni ef þær byrja að brenna við. Kælið, skerið í tvennt og ristið í brauðristinni. Berið fram með marmelaði eða Eggs Benedic. þessari uppskrift að English Muffins - Brauð er bætt við af Sylvíu Rós þann 15.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|