Danskt svínapaté


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2726

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Danskt svínapaté.

600 grömm svínalifur
400 grömm svínaspik
10-12 bitar kryddsíld
1 laukur
3 matskeiðar smjör
4 matskeiðar hveiti
4 desilítrar mjólk
1/2 teskeið salt
1/2 teskeið svartur pipar
1/2 teskeið hvítur pipar
1/2 teskeið negull

Aðferð fyrir Danskt svínapaté:

Hakkið spik og lifur vel saman, tvisvar sinnum í gengnum matvinnsluvélina. Hrærið kryddsíld og lauk útí. Búið til sósu úr smjöri hveiti og mjólk og bakið upp. Kælið og bætið 2 eggjum útí. Kryddið með salti, negul og svörtum og hvítum pipar. Hrærið þetta allt saman, saman í hrærivél og bakið í formum í vatnsbaði í 1 1/2 tíma við 200 gráður. Bakið með álpappír yfir, en takið hann af síðustu 10 mínúturnar.

Steikið beikonbita, sveppi og villisveppi (má sleppa) á pönnu og setjið ofan á patéið. Berið fram heitt eða kalt með rauðrófum, berjasultu súrum gúrkum og maltbrauði.

þessari uppskrift að Danskt svínapaté er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 24.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Danskt svínapaté
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Ýmsar uppskriftir  >  Danskt svínapaté