Humar í karrý


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4269

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Humar í karrý.

1,5-2 kíló humarhalar í skel
150-200 grömm íslenskt smjör
1 teskeið karrý
Season all krydd
½-1 lítri rjómi eða matreiðslurjómi
Maizena sósujafnari ljós
1-2 eggjarauður

Aðferð fyrir Humar í karrý:

Skelflettið humarinn og hreinsið burt görnina. Kryddið halana vel med season all, og látið þá bíða í 5-10 mínútur. Bræðið smjörið á pönnu og hrærið karrýinu vel út í smjörið, eftir að það er bráðið. Setjið humarhalana á pönnuna og veltið vel upp úr smjörinu og steikið þar til að þeir fara að verpast. Hellið rjóma yfir og bætið sjósujafnara við. Hrærið vel í þar til að suða kemur upp. Látið sjóða í hálfa mínútu. Takið pönnuna af hellunni og bíðið í 1-2 mínútur eða þar til óhætt er að hræra eggjarauðunni saman við réttinn. Berið fram með ristuðu brauði og soðnum hrísrjónum.


þessari uppskrift að Humar í karrý er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 29 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Humar í karrý
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Humaruppskriftir  >  Humar í karrý